Linda Björk Profile Banner
Linda Björk Profile
Linda Björk

@markusardottir

Followers
728
Following
740
Media
341
Statuses
1,541
Explore trending content on Musk Viewer
Pinned Tweet
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Ég með ungan einhverfan einstakling í orðminnisæfingu: L: Getur þú nefnt einhver barnalög? E: Ha? Eins og 76-2003? L: Ha? Nei, bara eins og Piparkökusönginn og svoleiðis E: Já, já (telur upp fullt af lögum) Hér eru svo lög 76/2003
3
9
890
@markusardottir
Linda Björk
1 year
Þetta er pabbi minn. Hann missti tvíburabróður sinn skyndilega en þeir gerðu upp traktora saman. Hinsta kveðja pabba var því (eðlilega) að hafa uppgerða Deutz dráttarvél fyrir utan kirkjuna þegar bróðir hans var jarðsettur.
@Kjartans
Kjartan
1 year
Smásaga úr umferðinni.
Tweet media one
4
1
55
21
1
1K
@markusardottir
Linda Björk
3 years
,,Skammastu þín ekkert fyrir að hafa eyðilagt fjölskylduna?" Hvað gerði ég af mér? Jú, sagði frá því að frændi minn hefði misnotað barnunga mig kynferðislega árum saman. Að þessi kynæsandi börn skuli dirfast. #MeToo
27
5
883
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Unglingspiltur í talþjálfun U: Tileygður, er það ekki svona rangeygður? L: Nei ekki alveg, en þú ert heitur. U: Takk. Geturu samt hjálpað mér með þetta? Vinnan mín er dásamleg.
4
1
765
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Hrósaði 10-12 ára gömlum strák í morgun fyrir vasklegan tröppumokstur. Svar: Takk, þetta er fyrir mömmu. Henni er svo illt í túrnum. #efnilegur
3
1
697
@markusardottir
Linda Björk
2 years
38 ára. Þrjár meðgöngur. Séð og lesið ógrynni greina, myndbanda og bóka um meðgöngu. Aldrei, fyrr en nú, séð fóstur af öðrum kynþætti. Kengbrenglaður hvítþvottur.
@Liyahsworld_xo
Aliyah✨
2 years
I’ve literally never seen a black foetus illustrated, ever. This is amazing @ebereillustrate
Tweet media one
818
42K
301K
2
16
676
@markusardottir
Linda Björk
4 years
Pabbi minn er algjört samskiptatröll. Sjá símtal P: Halló L: Hæ pabbi minn, hvað segir þú? P: Fínt bara L: Gengur vel með traktorana? P: Já, já. Viltu ekki bara tala við mömmu þína? L? Ha, jú, jú.. er hún heima? P: Nei L: ......
4
2
507
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Vertu Haraldur Þorleifsson í heimi fullum af Ingóum og Villum.
1
14
474
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Hver á þá að hjóla í helvítis tíkina?
Tweet media one
5
2
425
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Ófrjósemisaðgerð karla ❌️ Pungunarrof ✅️
2
6
433
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Fyrir alla innpökkunargrallarana: Ég fékk kuldagalla í kassa utan af Barbiehúsi þegar ég var níu ára og er ennþá að jafna mig. #j ólatwitter
6
3
399
@markusardottir
Linda Björk
4 years
Ég setti út á málfarsvillu hjá syni mínum. Fékk svarið: ,,Þú ert bæði íslenskufræðingur og mamma mín þannig að þetta skrifast á þig." Nú sit ég bara hér og ber after-sun á þennan bruna. #m ömmutwitter
2
0
373
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Í sýnatökuröð í morgun: *Ég segi dóttur minni (9 ára) að PCR sé kjarnsýrumögnunarpróf á íslensku* Dóttir í símann nokkru síðar: Ég fór í bjarndýrarigningarpróf.
3
1
383
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Mamma sagði mér að ég gæti orðið hvað sem er, þannig að ég ákvað að verða bílaþvottastöð
Tweet media one
9
2
361
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Sonur (3): Mér líður svoooo illa L: Æi, hvar líður þér illa? S: Hérna... í sófanum.
4
0
349
@markusardottir
Linda Björk
1 year
Við sambandsslit:
Tweet media one
6
3
340
@markusardottir
Linda Björk
4 years
40% af öllum samtölum mínum við mömmu: M: Hann Halli er dáinn L: Halli? M: Hennar Siggu, mömmu hans Gumma L: Gumma? M: Já, bróðir hans þarna, æi þú veist alveg hvaða fólk þetta er. Hvað heitir aftur bróðir hans? L: ........ M: Hann átti kött sem var voða feitur L: .....?
2
1
310
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Sjálfsafgreiðslukassar: Ekki gleyma vörunum þínum Fólk:
Tweet media one
5
1
291
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Það var janúar, 2021. Fólk hafði gleymt orðinu "fundur".
Tweet media one
11
0
274
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Til hamingju veira, með að ég fæddist hér ég er Ágústa Eva og minn antivax her. Vísindalæsi fær sko flog er ég kem ég er fædd til að misskilja, tremma í hel.
5
3
265
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Ég: Útskýri viðeigandi og óviðeigandi typpahegðun- og sýningar fyrir fjögurra ára syni mínum. Maðurinn minn, fimm mínútum síðar á leið í sturtu: Linda, sjáðu! Ég er þyrla!
3
0
274
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Raunir unglingspilts 18:00 Hálft samlokubrauð, eitt oststykki og 1 l af mjólk 19:00 Kvöldmatsnart, undarlega lítið svangur 19:27 Þrjú safaglös, fjórar ristaðar brauðsneiðar og 500 g af smjöri 21:00 Ekkert, enda ekkert til nema vanhæfir foreldrar sem KAUPA ALDREI NEITT ÆTT!
2
0
260
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Dóttirin (9) að reka bróður sinn (4) út úr stofunni svo hún geti lesið heima: Ef þú ferð ekki út næ ég ekki prófunum, kemst ekki inn í góðan skóla, fæ enga vinnu og engin laun og get ekki keypt mér hús. Viltu að systir þín verði heimilislaus?! Það er sko kalt á Íslandi!
1
0
254
@markusardottir
Linda Björk
4 years
Tveggja ára sonur minn er með gubbupest. Rétti að honum fötu sem hann ýtti frá sér með orðunum: "Nei, bara mamma mín." Svo togaði hann í hálsmálið mitt og ældi inn á mig. Ógeðslegasta væntumþykjujátning sem ég hef fengið um ævina. #m ömmutwitter
1
1
247
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Þið getið hætt, ég vinn þennan eitís leik #verb úðin
Tweet media one
2
0
227
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Dótadagur á leikskólanum! Þú mátt taka með hvaða dót sem þú vilt! Önnur börn: Vei! Sonur minn (3): En leikskólinn á dót?
5
0
225
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Illa tenntur pönkkvartett á leið í salat
Tweet media one
1
0
220
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Í dag fór elsti sonur minn (17 ára) norður á Akureyri en hann ætlar að nema við VMA og búa á heimavistinni. Nú ætla ég að skoða barnamyndir af honum, borða 11 l af ís og ljótugráta.
4
0
221
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Ef þú hefur áhyggjur af frammistöðu þinni sem jólagjafagefanda get ég glatt þig með því að pabbi gaf mömmu einu sinni pening. Í plastpoka. Sem hann skrifaði beint á.
3
0
215
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Sonur (4), sem átti að vera löööngu sofnaður S: *grætur* L: Hvað er að? S: Ég er svo myrkfælinn! L: En.. það er ekki myrkur úti? S: Ó. *þurrkar tárin og fer að sofa*
2
0
221
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Bragi Valdimar Skúlason fer ekki í rúmið. Hann fer í viðtengingarháttinn.
0
3
221
@markusardottir
Linda Björk
1 year
Djammföt ❌️ Drykkfeldur ✅️
2
6
223
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Tveggja ára sonur minn, sem á bara bangsa sem heita bókstaflegum nöfnum og tjúllast ef eitthvað er ekki hornrétt eða í beinni línu, var að tjá mér að uppáhaldsliturinn hans væri grár. Hann á eftir að verða mjög leiðinlegur maður, er það ekki? #m ömmutwitter
10
0
201
@markusardottir
Linda Björk
5 years
Dóttir mín (6 ára) var að skoða bók sem hún fékk frá leikskólanum þegar hún kláraði hann: ,,Æi, mamma.. Ég fæ alltaf tár í augun þegar ég rifja upp svona dýrmætar minningar." Það sem tíminn á eftir að löðrunga vesalings barnið mitt þegar fram líða stundir. #m ömmutwitter
1
1
196
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Dálítið mygluð í morgun (takk streita og svefnleysi) og ákvað að skella á mig smá sólarpúðri í von um að blekkja sinnið aðeins. Dóttir mín (9): Mamma, það er eins og andlitið á þér sé á leiðinni í partý en restin er bara að fara út með ruslið.
4
0
204
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Saga kvíðasjúklings:
Tweet media one
0
3
191
@markusardottir
Linda Björk
3 years
74 ára gamli pabbi minn fæddist inn í fátækt, hefur fengið fjögur hjartaáföll og er enn að vinna (hann var að þrífa bíl áður en þessi mynd var tekin). Pabbi er kosningavitinn minn og ég er til í að ræða við hvern sem er um 200 milljóna ævisparnað og að dugnaður útiloki fátækt.
Tweet media one
1
1
185
@markusardottir
Linda Björk
2 years
9 ára dóttir mín er gjörn á að gleyma snjóbuxum, sundfötum, takkaskóm, vettlingum, nestisboxum o.s.frv. í skólanum. Bróðir hennar (4) kom út af baðinu áðan alveg miður sín, tilkynnti mér að hún hefði gleymt typpinu í skólanum og þyrfti að gá í óskilamunina á morgun.
1
0
187
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Sonur minn, bráðum 4 ára, notaði ,,fjarri góðu gamni" rétt í setningu í morgun. Hef ég málörvað hann um of? Mögulega. Á hann eftir að fá athugasemdir frá jafnöldrum sínum um að hann ,,tali skrýtið"? Pottþétt. Sé ég eftir einhverju? Nei.
2
0
176
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Ég er með mígreni og má því helst ekki borða osta eða súkkulaði né drekka rauðvín. Nú virðist sem ég sé að þróa með mér einhverskonar sólarexem. Niðurlag: Ég er með ofnæmi fyrir hamingju.
6
0
152
@markusardottir
Linda Björk
1 year
Er ég ein um að finna lykt af myndum í fasteignaauglýsingum?
Tweet media one
5
0
153
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Sonur (4): Mamma, má ég fá nammi? L: Nei S: Oh... má ég fá gulrót? L: Já, já *skolar og skrælir gulrót og réttir honum* S: *grátandi* Það vill enginn gulrót í alvörunni!
0
0
149
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Sonur minn, þriggja ára, sagðist hafa verið mjög leiður á leikskólanum í dag af því að Hekla vildi ekki vera vinur hans. Og af hverju vildi hún ekki vera vinur hans? ,,Ég var að henda smá steinum í hana og öskra... en bara lítið." #m ömmutwitter
2
0
144
@markusardottir
Linda Björk
4 years
Sagði framúrskarandi miðaldrabrandara í Krónunni í dag sem fól það í sér að ég kynni ekki lengur að skrifa nafnið mitt. Snérist aðeins í höndunum á mér þegar sæðisfruman sem afgreiddi mig spurði mig hvað ég héti svo hún gæti stafað nafnið fyrir mig.
2
0
136
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Mamma, viltu syngja lag? Mamma, hvað er draumahöll? Mamma, hvað er að dvelja? Mamma, hvað eru djúp? Mamma, hvað er spurningaflóð? Mamma, af hverju ertu svona í framan? Mamma?
2
0
141
@markusardottir
Linda Björk
4 years
,,Nei! Ekki setja typpið á pizzuna." Pælið í öllum setningunum sem ég fengi aldrei að segja ef ég ætti ekki ungan son. #m ömmutwitter
1
0
141
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Viljiði bara sjá hvað nýju hillurnar mínar eru fínar! Þarf ekkert núna nema flókaskó, koníaksglas og hrafn... jú, og mögulega að raða heimilisbókasafninu upp. #framkv æmdatwitter
Tweet media one
4
0
136
@markusardottir
Linda Björk
5 years
Erna Sigríður, 6 ára: (E) Ég: (L) Fyrir utan Bónus klukkan 17:20 með troðfulla innkaupapoka E: Mamma, veistu hvað mér finnst fyndið? L: Nei E: Að öskra MAMMA ER AÐ STELA (öskrandi) fyrir utan Bónus L: (taugaveiklaður hlátur) #m ömmutwitter #foreldratwitter
2
1
133
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Það hlýtur að vera ógeðslega gaman að tala við foreldra ungra barna í símann: Já, það gekk bara HUNDURINN ER EKKI HESTUR mjög vel og svo ætlum við í GUÐANNA BÆNUM að labba í Öskjuhlíðina á eftir með HÆTTU AÐ STANGA BRÓÐUR ÞINN.
1
2
139
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Ég rústaði mömmuleiknum um helgina og vil núna fá nudd, veldissprota og virðingu ykkar allra.
Tweet media one
2
0
120
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Vinur minn er að brugga bjór sem ég lagði til að fengið nafnið ,,Kem eftir porter." Ég vil fá verðlaun.
3
0
124
@markusardottir
Linda Björk
1 year
Tókst það? Er ég fjármálaráðherra núna?
Tweet media one
4
0
128
@markusardottir
Linda Björk
4 years
Ég í vinnunni að aðstoða barn við að finna orðið „hvíla“ L: Stundum þegar mamma eða pabbi eru mjög þreytt þá þurfa þau að...? B: Drekka? Touché.
0
0
117
@markusardottir
Linda Björk
7 months
Einu sinni naglbítur, nú
Tweet media one
3
1
131
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Sonur (4) er miður sín. Af hverju? Af því hann sagði mér að það væri skrímsli í herberginu hans og ég karatesparkaði því auðvitað í burtu eins og verndandi mæðrum sæmir. Þetta reyndist svo vera gott skrímsli sem átti börn og ætlaði bara að gefa okkur karamellur....
1
0
121
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Morgunverðarspjall, ég og yngsti sonurinn (4) L: Eftir tvær vikur þá ætlar þú að gista hjá afa og ömmu S: Af hverju? L: Af því mamma er að fara í sumarbústað með vinkonum sínum S: Þú mátt fá bakpokann minn til að setja konuvínið í Ég veit ekki hvað konuvín er en❤️
1
0
125
@markusardottir
Linda Björk
4 years
Vegir appelsíns eru orangesakanlegir.
1
2
116
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Viðskiptahugmynd ömmumunaðarleysingja: Ömmuleigan ehf. Mig vantar stundum tilfinnanlega að heimsækja konu sem lyktar af pönnukökum og hækkandi aldri, segir mér að þrír barnsfeður séu tveimur of mikið, spyr mig hvort ég hafi enga sjálfsstjórn og gefur mér heitt súkkulaði.
4
0
116
@markusardottir
Linda Björk
10 months
*Gista* í skilaboðum mínum til annars foreldris átti svo sannarlega ekki að vera *fista*. Þökk sé símanum mínum mun ég nú hefja nýtt líf í holræsakerfi borgarinnar og bara tjá mig við rotturnar með látbragði og/eða reykmerkjum til að koma í veg fyrir annan viðlíka misskilning.
2
0
116
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Ég hélt að hún hefði misst kortið og það hefði hafnað fyrir framan strákinn... Ef einhver þarf að ná í mig þá verð ég bara í herberginu mínu á Grund með heklað sjal og harðlífi.
@ninafkntryggva
Nína
3 years
Kortið mitt hafnaði fyrir framan fokking sætan strák
2
0
128
2
0
107
@markusardottir
Linda Björk
5 years
14 ára sonur minn bjó þetta til. Hann er fyndinn OG hefur lært eitthvað. Mér líður eins og ég hafi sigrað lífið. #m ömmutwitter #foreldratwitter
Tweet media one
2
0
110
@markusardottir
Linda Björk
6 years
Erna Sigríður (5 ára): Hei, mamma! Takk fyrir að fæða mig, mig langaði einmitt svo mikið að vera til! Ég skal hundur heita ef einhver bjartsýnisverðlaun/geðprýðislyf verða ekki nefnd í höfuðið á dóttur minni einhvern daginn. #m ömmutwitter
0
1
99
@markusardottir
Linda Björk
4 years
Tinderdeit sem endaði í rúminu og því sem mér þótti alveg 8/10 reiðmennsku. Fór á klósettið, kom til baka og gaurinn setti annan handlegginn utan um mig og notaði hinn til að hægri/vinstra stelpur á téðum Tinder. Topp næs.
1
0
105
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Svigrúm.
Tweet media one
0
0
100
@markusardottir
Linda Björk
11 months
Þetta fráskilda líf er stórmerkilegt. Dagur 1: Vera frelsinu fegin Dagur 2: ÉG Á EFTIR AÐ DEYJA EIN Dagur 3: Kaupa nýja pottaplöntu Dagur 4: Skál! Dagur 5: Kannski er ekki hægt að elska mig? Dagur 6: Dekur Dagur 7: Ú, þessi er sætur! Endurtakist.
6
0
112
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Gleðin að eiga börn B: Mamma, ég sækti þetta áðan L: Sótti, ég sótti þetta áðan B: Sótti,eins og ég sótti mér aðra mömmu?
1
0
105
@markusardottir
Linda Björk
4 years
Framhaldsskólanemar: Gettu betur Ritstjórar: Flettu betur Sundfólk: Skvettu betur Enskukennarar: Slettu betur Klæðskerar: Brettu betur Hlauparar: Sprettu betur Lungnalæknar: Mettu betur
5
0
99
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Setningar sem ég fengi aldrei að heyra ef ég væri ekki móðir nr. 1567 „Mamma, það er allt í lagi með parketið en það er piss á sjónvarpinu!“
3
0
100
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Sonur (4): Mamma,komdu í Emils-leik! L: Já! Á ég að vera mamman? Eða Ída? S: Nei, bara fánastöngin.
0
0
100
@markusardottir
Linda Björk
4 years
Tveggja ára sonur minn tók bræðistrylling af því hann mátti ekki borða kókósbollu í morgunmat. Hún lá á götunni. Það var búið að stíga á hana. #m ömmutwitter
5
0
94
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Í leigubíl á leiðinni heim: Heili: Linda, spurðu hann L: Nei H: Jú, svona... ég veit þig langar L: Nei! H: Liiiiiiiiiindaaaaaaaa L: ,,Brjálað að gera svona á laugardagskvöldi?" H: Hahahaha! L: Þú ert fáviti H: Derpi derp derp
2
0
95
@markusardottir
Linda Björk
2 years
,,Hvernig heldur þú að mér líði? Ég er sko með heimsfaraldur!" Eru hádramatískir tilburðir hjá kórónusýktum börnum eitthvað sem þarf að tilkynna til göngudeildarinnar?
2
0
95
@markusardottir
Linda Björk
3 years
„Æi, þú átt enga fætur! Viltu borða nestið mitt?“ - Sonur minn (3) við ánamaðk.
0
0
94
@markusardottir
Linda Björk
1 year
Ég er í foreldrahúsum tímabundið. Samtal við pabba: P: Til hamingju með daginn L: Takk! P: Finnst þér ekki að þið mamma þín eigið að fá eitthvað gott að borða? L: Jú, það finnst mér. P: Já... hvað ætlar þú að elda?
0
0
102
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Ég las einhvern tímann að það að taka til með ung börn á heimilinu sé eins og að tannbursta sig með munninn fullan af oreo kexi. Reyni bara aftur þegar þau flytja út. #m ömmutwitter
2
1
101
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Hræðilegur dagur fyrir mína haters. Missti hníf á fallega, nýja eikarparketið og hann lenti svona.
Tweet media one
1
0
95
@markusardottir
Linda Björk
5 years
Oh, hvar man ekki eftir tuttugusta og fyrsta árs afmælinu sínu? Ég var ný búin að eignast mitt einn barn. #íslenskutwitter
Tweet media one
3
0
92
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Þrjár óþægilegustu setningarnar sem ég hef vaknað við: 1. Hann datt út um gluggann! (Hann reyndist vera legókall) 2. Það er eitthvað skrýtið í gubbinu mínu 3. Mamma, hvar er eldvarnarteppið? Til hamingju með daginn ágætu twittermæður, okkar skál! #m ömmutwitter
1
0
90
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Stundum er ég voðalega lítil í mér, aldrei þó jafn lítil og kaffibolli í höndunum á Ólafi Darra.
0
0
88
@markusardottir
Linda Björk
4 years
,,Mamma mín og pabbi eru skyld og þess vegna á ég tíuhundruð bangsa." ES (7 ára), að reyna að segja bláókunnugri konu í troðfullum strætó að ég og pabbi hennar séum skilin. #m ömmutwitter #foreldratwitter
1
0
82
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Ég með 40 stiga hita: Ligg hreyfingalaus og bíð eftir því að hinn miskunnsami dauði komi og sæki mig. Sonur (4) með 40 stiga hita: Notar mig sem trampólín, semur og frumflytur nýja rokkballöðu og biður um partýskónna sína.
1
0
88
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Jólatré: 1 Rýmisgreind: 0
Tweet media one
1
0
89
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Af hverju er aldrei talað um fjölskyldumæður?
4
0
88
@markusardottir
Linda Björk
7 months
Já, mamma ég er aaaaalveg að fara að sofa en þarf bara fyrst að: - Fá mér að drekka - Spyrja þig út í allar ákvarðanir sem þú hefur tekið sem fullorðin manneskja - Pissa - Nudda þér aðeins upp úr því að þú eigir ekki kærasta - Koma á friði í Mið-Austurlöndum - Pissa aftur
1
0
92
@markusardottir
Linda Björk
11 months
Það skiptir svo miklu máli að tala við sjálfa/sjálft/sjálfan sig á jákvæðum nótum. Ertu ein af mörgum hjásvæfum eða ertu
Tweet media one
1
3
91
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Barn (4) ætlaði að vera heima í dag. Það var með „stíflað kvef í magapínunni.“
0
0
86
@markusardottir
Linda Björk
1 year
Kommunisti
Tweet media one
2
2
90
@markusardottir
Linda Björk
1 year
Ég er með tvær tímastillingar. Þær eru: 1. Ég hef nægan tíma 2. AAAAAAAAAAAAAAaaaaaaaa
1
5
84
@markusardottir
Linda Björk
10 months
Er búin að sitja á kaffihúsi í rúmlega eina og hálfa klst. Bandaríkjamaðurinn á næsta borði er búinn að tala stanslaust ALLAN TÍMANN. Hef hvorki séð hann draga andann né blikka augunum. Eru Bandaríkjamenn hin upprunalegu spjallmenni?
5
0
86
@markusardottir
Linda Björk
1 year
Samkvæmt einhverri okfrumu á Tinder eru „svona gamlar konur í tísku.“ Ég fer því uppfull af sjálfstrausti í háttinn.
4
0
83
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Börnin mín eru fáránlega fyndin. Sönnunargagn A.
Tweet media one
0
0
78
@markusardottir
Linda Björk
2 years
A: Af hverju ertu alltaf labbandi? L: Af því ég á ekki bíl A: Áttu ekki bíl? Engan bíl? L: Nei A: En bíddu, þú átt börn?! L: Já? Átti ég að frjóvga eggin með smurolíu? A: *vandræðalegt fliss þess sem elskar bílinn sinn*
4
0
77
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Ég stakk mig á barmnælu í geymslunni. Hún reyndi samt að vara mig við.
Tweet media one
0
0
81
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Ég að útskýra mæðgin/feðgin/mæðgur/feðgar fyrir þriggja ára syni mínum: L: Þú og pabbi, þið eruð feðgar. Ég og Erna, við erum mæðgur. En ég og þú, við erum...? S: Drottningar? #m ömmutwitter
0
0
73
@markusardottir
Linda Björk
7 months
Rúmið of þurrt? Skapið of gott? Beinin of sterk? Örvæntu eigi, breytingaskeiðið fæst nú í töfluformi fyrir konur á öllum aldri.
Tweet media one
4
4
80
@markusardottir
Linda Björk
2 years
Fyrsti skóladagur á vorönn hjá 17 ára L: Góðan dag, ástin mín! 17: Ööö L: Ertu búinn að stilla klukku? 17: Agh eee L: Spennandi, nýr skóli! 17: Hrmpf L: Ég fer þá bara í vinnuna 17: Ööögr
1
0
67
@markusardottir
Linda Björk
1 year
Viljiði bara aðeins sjá hvað ég var að eignast fallegt? Listamaður: Þrándur Þórarinsson
Tweet media one
5
0
77
@markusardottir
Linda Björk
1 year
Smásaga um munnmök:
Tweet media one
1
1
79
@markusardottir
Linda Björk
3 years
Sonur (þriggja ára): Mamma, ég er vaknaður! Ég (grútmygluð snemma á laugardagsmorgni): *Bölva barninu í hljóði* Sonur: Þú átt falleg græn augu og öll fötin þín eru glæsileg. Ég: Hvað viltu margra laga súkkulaðiköku í morgunmat og hvert viltu að ég beri þig? #m ömmutwitter
0
0
70