Að þurfa að láta vakta heimili sitt, vegna þess að einhver eru ósammála einhverju sem þú sagðir og hafa hótað að "heimsækja þig" er ógeðslegt ástand og langt því frá eðlilegt.
Um daginn sá ég video af ungum Miðflokksmanni á innsoginu að grenja yfir því að ekki væri lengur hægt að fara í kirkju vegna þess að flestir prestar væru sýktir af woke hugmyndafræði, sem væri mjög fyndið ef að hann hefði verið að grínast.
Merkilegt með þessa nýju bylgju af karlmennsku, hvað hún gengur mikið útá að finna minnihlutahópa til að níðast á. Ég er orðinn nógu gamall til að muna þegar þannig karlmenn voru kallaðir drullusokkar.
Þeir eru óvenju viðkvæmir þessa stundina litlu labbakútarnir á forritinu því RUV eru að fara að droppa þáttum um hatursorðræðu sem liklega verður óþægilegur spegill fyrir þá flesta. Sínyð Skylning!.
Nasista woke-ið er svona 100x móðursjúkara en gamla woke-ið. Gamla woke-ið átti það allavegana til einstaka sinnum að tala um tónlist, þætti, bíó eða bækur en þið eruð bara nonstop grenjandi á innsoginu og hvað brúnt fólk sé hryllilega hættulegt.
Erfitt gengi Man Utd undanfarið hefur orsakað það að mikill fjöldi af karlm��nnum hafa upplifað tilgangsleysi sem hefur orðið til þess að þeir leitað í veðmál, vímuefni og vændi (V-in þrjú) og svo þeir sem hafa sokkið dýpst í vonleysið hafa snúið sér að rasisma eða Miðflokknum.